Magni vinnur sinn fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu.

Seinni leikur kvöldins var á milli Magna frá Grenivík og Þór2. Leikurinn var mikil skemmtun og skiptust liðin á að sækja. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Magna.

Magnamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu marki á 14.mínútu. Þar var á ferðinni Adam Örn Guðmundsson og stóðu leikar 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik komu Þór2 sterkir til leiks en þrátt fyrir það skorði Númi Kárason annað mark Magna á 66 mínútu.

Eftir það sóttu Þórsarar stíft að marki Magnamanna og uppskáru mark á 82.mínútu frá Kristni B. Andrasyni. Þeir héldu áfram að sækja stíft og reyndu að finna jöfnunarmarkið en inn vildi boltinn ekki og Magnamenn fara með öll 3 stiginn heim.