Völsungur frá Húsavík og Samherjar úr Eyjafjarðarsveit áttust við í fyrri leik dagsins.
Tvær deildir skilja liðin að á íslandsmótinu og sást það snemma í leiknum þrátt fyrir góða baráttu Samherjamanna. Ungt lið Völsunga var mun sterkari aðilinn og sigruðu að lokum 5-0.
Þeir nafnar og frændur Jakob Gunnar Sigurðsson og Jakob Héðinn Róbertsson komu Völsungum í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum á 37. mínútu og 45.mínútu. Kifah Moussa Mourad og Jakob Héðinn Róbertsson skoruðu svo með stuttu millibil á mínútum 68 og 70 áður en Guðjón Dagur Daníelsson rak síðasta naglann í kistu Samherja á 90.mínútu, í sínum fyrsta meistaraflokksleik.
Völsungar halda glaðir með 3 stig í jólafrí en ef við þekkjum Samherjamenn rétt mun stigaleysið ekki skemma fyrir þeim jólahátíðina heldur koma þeir sprækir til leiks í byrjun janúar.