Kvennadeild Kjarnafæðimótsins hófst í dag. Þór/KA2 mætti þá liði Tindastóls og sigruðu leikinn örugglega 6-1.
Mörkin skoruðu Ólöf Helga Sigþórsdóttir á 35.mínútu, Hildur Anna Birgisdóttir á 49.mínútu, Amalía Árnadóttir á 72.mínutu og Eva S. Dolina-Sokolowska á 93.mínútu. Hin bráðefnilega 13 ára gamla Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði svo tvö mörk á mínútum 11 og 63. Ótrúlegt efni þar á ferð. Birgitta Rún Finnbogadóttir minnkaði svo muninn fyrir Stóla á 79.mínútu. Kvennadeildin heldur svo áfram strax eftir áramót.
Það er gaman að segja frá því að í fyrsta skipti í sögu KDN var leikurinn dæmdur af feðginum, en þau Zakír Jón Gasanov og Leyla Jónsdóttir dæmdu leikinn ásamt Sveini Þórði Þórðarsyni. Er þetta virkilega skemmtilegt og gaman að sjá ungar stelpur sýna dómgæslunni áhuga.