Þór/KA sigrar Dalvík 8‑1 í opnunarleik Kjarnafæðimótsins.
Á föstudagskvöldið hófst Kjarnafæðimótið með leik Þór/KA gegn Dalvík. Dalvík, sem eru að spila í fyrsta sinn á mótinu, komust óvænt yfir i leiknum en Þór/KA komust hægt og bítandi inn í leikinn og skoruðu átta mörk. Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði tvö mörk, en María Dögg Jóhannsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Amalía Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Sygin Elmarsdóttir og Eva Dolina skoruðu eitt mark hvor. Lokatölur enduðu 8‑1 fyrir Þór/KA. Ekki er vitað hver skoraði mark Dalvík, og er liðið hvatt til að bæta sig í að skila inn leikskýrslu fyrir næstu leiki.





KA2 sigrar meistaraflokk Þórs 2‑1 í Kjarnafæðimótinu
Í dag tryggði KA2 sér 2‑1 sigur gegn meistaraflokki Þórs í Kjarnafæðimótinu. Liðið, að mestu skipað strákum úr 2. flokki, stóðu vel í Þórsurum sem þó voru sterkari aðilinn í leiknum en það er víst ekki alltaf spurt að því. Þórsarar hóf leikinn af krafti en KA2 skoruði fyrstu tvö mörkin frá Bjarka Fannari Helgasyni og Snorra Kristinssyni. Þór náði að minnka muninn undir lokin þegar Peter Helgason skoraði úr vítaspyrnu, en það dugði ekki til. Lokatölur urðu 2‑1 fyrir KA2. Lasse Egelund aðstoðarþjálfari KA2 fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.




Höttur með öruggan stórsigur á Hömrunum
Höttur frá Egilsstöðum unnu stórsigur á Hömrunum í B-deild Kjarnafæðimótsins á Greifavelli í kvöld við frábærar aðstæður í logni,2 stiga hita og björtum flóðljósum. Liðið var sterkara frá byrjun og stjórnaði leiknum lengst um. Bjarki Nóel Brynjarsson var frábær í fremstu víglínu og skoraði þrennu. Steinþór Aðalsteinsson bætti síðan við tveimur mörkum og tryggði Hetti stórsigur. Sigurinn var sannfærandi og sýnir að Höttur er í góðum gír í upphafi móts undir stjórn nýs þjálfara, Todor Hristov.








