KA -Kormákur/Hvöt/Tindastóll áttust við í síðari leik kvöldsins.
Húnvetningar og Skagfirðingar stóðu í ströngu við að koma sér til Akureyrar í mikilli vetrarfærð en komust heilir í leikinn. Eins og við mátti búast voru KA menn sterkari aðilinn í kvöld.
Þeir brutu ísinn eftir 18 mínútur þegar Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði fyrsta mark leiksins. Bjarni Aðalsteinsson skoraði annað markið eftir hálftíma leik og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Ásgeir Sigurgeirsson kom inn í lið KA í hálfleik og skoraði þrennu á 6 mínútum eða á mínútum 52,54 og 57. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin farin í jólafrí og mæta svo spræk til leiks í byrjun janúar