Úrslitakeppni Kjarnafæðimótsins

Úrslitakeppni Kjarnafæðimótsins fer af stað í kvöld þegar spilað verður um 3.sæti mótsins. Þar eigast við KA2 og Þór2.

Búast má við að bæði lið tefli fram sterkum 2.flokks liðum sínum sem eru að hefja leik á íslandsmóti nú í byrjun mars. Þessi leikur fer einmitt fram núna þar sem liðin eru að hefja leik á íslandsmóti en meistaraflokksliðin eru nú að spila í Lengjubikar og hefst umspil þeirra þegar Lengjubikar líkur.

Þar eigast við :
1.sæti = KA-Þór
5.sæti=KF-KFA
7.sæti= Magni-Völsungur
9.sæti= Samherjar-Kormákur/Hvöt/Tindastóll