Spilað í Kjarnafæðimótinu föstudag, laugardag og sunnudag

Um helgina fara fram fimm leikir í Kjarnafæðimótinu. 

Á föstudaginn klukkan 18:00 er leikur KA2 og Samherja á Greifavellinum. KA2 nægir stig úr leiknum til að tryggja sér annað sætið í deildinni en Samherjar leita enn að sínum fyrstu stigum. 

Klukkan 20:00 færum við okkur svo í Bogann þar sem lið KA mætir liði KFA. Sigur KA manna tryggir þeim sigur í riðlinum en KFA menn geta hinsvegar farið upp fyrir lið KA í fyrsta sæti deildarinnar um stundar sakir. Sigur tryggir KFA einnig annað sæti fari svo að KA sigri Magna í lokaleik þessa riðils þann 3. febrúar. 

Á laugardeginum eru tveir leikir á dagskrá. Stelpurnar í Völsungi hefja þetta gegn Þór/KA2 klukkan 14:45 í Boganum. Þór/KA2 getur tekið toppsætið af Þór/KA en Völsungur getur jafnað bæði Þór/KA liðin sem og lið Tindastóls á stigum takist þeim að sigra. 

Seinni leikurinn hefst svo klukkan 17:00 en þá er komið að strákunum í Völsungi en þeir leika gegn KF. Liðin eru jöfn á stigum í þriðja og fjórða sæti með þrjú stig. Leikurinn sker úr um hvort liðið tekur þriðja sætið. KF mönnum nægir jafnteflið þar sem markatalan er með þeim í liði fyrir viðureignina. 

Á sunnudeginum er einn leikur en það er sannkallaður stórslagur. Þá mætast Bestudeildar liðin Tindastóll og Þór/KA í Boganum klukkan 15:00. Bæði liðin eru með sex stig og því má reikna með hörku leik. 

Leikirnir framundan:

Föstudagurinn 26. janúar
Greifavöllur kl. 18:00: KA2 – Samherjar [A deild – B riðill]
Boginn kl. 20:00: KA – ÞFA  [A deild – A riðill] 

Laugardagurinn 27. janúar
Boginn kl. 14:45: Völsungur- Þór/KA2 [KVK deild]
Boginn kl. 17:00: Völsungur – KF [A deild – B riðill]

Sunnudagurinn 28. janúar
Boginn kl. 15:00: Tindastóll – Þór/KA [KVK deild]