Margir leikir framundan í Kjarnafæðimótinu

Framundan eru 6 leikir í Kjarnafæðideildinni næstu daga en allt hefst þetta á föstudagskvöldi klukkan 18:15 með leik Völsungs og Þórs í Boganum. Með sigri geta Þórsarar tryggt sér sigur í B riðli A deildar karla en ætli KA2 að eiga veika von á efsta sætinu verða þeir að treysta á drengina frá Húsavík. Með sigri geta Völsungsmenn einnig búið til skemmtilega stöðu í deildinni þar sem þessi umræddu þrjú lið gætu endað öll jöfn af stigum. Það er því ljóst að hart verður barist. 

Á laugardeginum hefjum við daginn á Húsavík þar sem lið FHL-Einherji mætir Völsungs stelpum. Bæði þessi lið leita að sínum fyrstu stigum í mótinu en þau vilja eflaust skilja hitt liðið eftir á botninum áður en það kemur að loka leikjum mótsins. Leikurinn hefst klukkan 15:00 á Húsavíkurvelli. 

Klukkan 17:00 færum við okkur svo aftur inn í Bogann á Akureyri þar sem lið KFA tekur á móti KHT. Lið KHT vann sterkan sigur gegn Magna í síðustu umferð og vilja eflaust byggja ofan á þá frammistöðu og enda síðsta leik sinn á sigri. Á sama tíma tapaði KFA naumlega gegn Þór2 og leita því enn að sínum fyrsta sigri. 

Það kemur svo í hlut KF og Samherja að loka laugardeginum en þessi lið eigast einnig við í Boganum klukkan 19:00. Líkt og í kvenna leiknum fyrr um daginn þá leita þessi lið að sínum fyrsta sigri og vilja halda inn í loka umferðina með sigur á bakinu. 

Einn leikur fer fram á sunnudeginum þegar lið Þór/KA2 tekur á móti FHL-Einherji. Stelpurnar að austan munu spila annan daginn í röð og þar með loka leikinn í umferðinni. Þór/KA2 unnu fyrsta leikinn gegn stelpunum í Tindastól afar sannfærandi og ætla byggja á þá frammistöðu og halda þar með í við lið Þórs/KA. 

Á mánudeginum færum við okkur út á Greifavöllinn við KA heimilið þar sem lið KA4 á leik gegn KA3. Síðast þegar liðin mættust voru það strákarnir í KA3 sem höfðu betur 5-0. KA4 vilja eflaust bæta upp fyrir þann leik. Spurning hvort að kuldin muni hafa áhrif á liðin en spáð er í kringum 10 stiga frosti þegar leikurinn mun fara fram. 

Leikirnir framundan:

Föstudagurinn 19. janúar
Boginn kl. 18:15: Völsungur – Þór  [A deild – B riðill] 

Laugardagurinn 20. janúar
Húsavík kl. 15:00: FHL-Einherji – Völsungur [KVK deild]
Boginn kl. 17:00: KHT – KFA [A deild – A riðill]
Boginn kl. 19:00: KF – Samherjar [A deild – B riðill]

Sunnudagurinn 21. janúar
Boginn kl. 15:00: Þór/KA2 – FHL-Einherji [KVK deild]

Mánudagurinn 22. janúar
Greifavöllur kl. 19:30: KA4 – KA3 [B deild]