Dalvík/Reynir á topp A deildar

Dalvík/Reynir sem leikur í 2.deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu tyllti sér á laugardagskvöldinu á topp A-deildar Kjarnafæðimótsins eftir sigur á Völsungi 2-1.

Gunnlaugur Bjarnar Baldursson kom Dalvík/Reyni yfir á 29.mínútu með fallegu skoti innan vítateigs.
Völsungar sóttu töluvert í sig veðrið í seinni hálfleik en á 63.mínútu tvöfaldaði Jón Heiðar Magnússon hinsvegar forustuna fyrir Dalvík/Reyni með skoti af stuttu færi.Völsungar léku manni færri síðustu 10 mínúturnar eftir að Óskar Ásgeirsson fékk beint rautt spjald á 80. mínútu fyrir brot.

Þeir náðu þó að klóra í bakkann á 86. mínútu þegar Ásgeir Kristjánsson skoraði eftir snarpa sókn. En lengra komust þeir ekki og Dalvík/Reynir komnir á topp A-deildar Kjarnafæðimótsins.

Í fyrri leik dagsins sigraði Magni í leik gegn KA2 með þremur mörkum gegn tveimur. Fyrri hálfleikurinn var afar rólegur og jafnræði með liðunum, en markalaust var þegar liðin gengu til búningsherbergja. Magnamenn voru ívið sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Markalaust var í fyrri hálfleik en þeir Rúnar Þór Brynjarsson og Kristinn Þór Rósbergsson komu Magna í 2-0 með mörkum á 58. og 78. mínútu. Strax á 82. mínútu minnkaði Sveinn Margeir Hauksson muninn í 2-1. Á 88. mínútu gerði Áki Sölvason út um leikinn með því að skora þriðja mark Magna, en í uppbótartíma tókst Þorsteini Má Þorvaldssyni að laga stöðuna fyrir KA2. Lokatölur því 3-2 fyrir Magna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *