Hamrarnir sigruðu í fyrsta kvennaleik í sögu Kjarnafæðimótsins

Opnunarleikurinn í kvennadeildinni í Kjarnafæðismótinu var leikinn á föstudagskvöld þar sem Hamrarnir fengu Tindastól í heimsókn.

Fyrri hálfleikur var heldur daufur en Hamrarnir þó ívið sterkari og leiddu sanngjarnt 1-0 i hálfleik. Rakel Sjöfn skoraði markið á 15. mínútu.

Seinni hálfleikur var mun líflegri en Hamrarnir tóku þá öll völd á vellinum. Jakobína skoraði á 55. mínútu og Iðunn Rán bætti við marki 6 mínutum siðar og kom Þeim þar með í 3-0.

Undir lok leiks var komin þreyta í Tindastóls stelpur og Hamrarnir nýttu sér það með að skora tvívegis. Jakobína skoraði sitt annað mark á 80. mínútu og Una Móeiður jók forystuna í 5 – 0 með marki mínútu síðar.

Niðurstaðan varð því sanngjarn sigur Hamranna, 5-0.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *