Æskan lagði Iðnað

Hið nýstofnaða lið Iðnaður tók á móti Æskunni í Utandeild KDN. Haraldur Örn Hansen kom Æskunni í 1-0 snemma leiks og ekki nema mínútu síðar bætti Ingólfur Árnason við öðru marki. Þar með setti Æskan strax tóninn og ljóst að liðið ætlaði sér strax að rétta fyrir tap síðustu umferðar gegn FC Samba. Á 14. mínútu minnkaði Davíð Örn Oddsson muninn fyrir Iðnað og er þar með fyrsti leikmaður liðsins til að skora mark. Rétt fyrir hálfleik bætti Ingólfur Árnason við marki fyrir Æskuna úr vítaspyrnu og staðan í hálfleik því 3-1.

Æskan hafði áfram góð tök á leiknum í síðari hálfleik og hélt boltanum vel. Eina mark síðari hálfleiks skoraði Ingólfur Ágústsson og fullkomnaði þar með þrennuna. Lokatölur 4-1 fyrir Æskuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *