Æskan sigraði FC Galaxy

Æskan og FC Galaxy mættust á fimmtudaginn í Utandeild KDN. Æskan var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en komst lítið áleiðis gegn sterkri vörn og góðri markvörslu FC Galaxy. Arnþór Finnsson kom FC Galaxy yfir á 16. mínútu en Gunnar Þórir Björnsson jafnaði leikinn fyrir Æskuna þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Hálfleikstölur voru því 1-1.

Síðari hálfleikur var nokkuð jafn og liðin skiptust á að sækja. Æskan reyndist þó að lokum sterkar aðilinn en mörk frá Hirti Geir Heimissyni og Viktori Andréssyni tryggðu Æskunni 3-1 sigur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *