Jafntefli í svakalegum leik KF og Dalvíkur/Reynis

KF 3-3 Dalvík/Reynir
0-1 7′ Fannar Daði Malmquist Gíslason
1-1 17′ Birkir Freyr Andrason
1-2 22′ Fannar Daði Malmquist Gíslason
2-2 24′ Adam Örn Guðmundsson
3-2 90′ Halldór Logi Hilmarsson
3-3 90+6′ Jón Björgvin Kristjánsson

Leikur KF og Dalvíkur/Reynis í B-deild Kjarnafæðimótsins var gríðarlega spennandi og skemmtilegur frá upphafi til enda. Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Dalvík/Reyni yfir strax á 7. mínútu en Birkir Freyr Andrason jafnaði fyrir KF tíu mínútum síðar. Á 22. mínútu kom Fannar Dalvík/Reyni öðru sinni yfir, en Adam Örn Guðmundsson jafnaði metin aftur tveimur mínútum síðar. Ekkert var skorað síðari hluta fyrri hálfleiks og hálfleikstölur því 2-2.

Leikurinn var í járnum allan síðari hálfleikinn og allt leit út fyrir að liðin myndu sættast á jafntefli þar til Halldór Logi Hilmarsson kom KF yfir á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Dalvík/Reynir blés þá til sóknar í uppbótartíma til að reyna að jafna leikinn, og það tókst á 6. mínútu uppbótartímans þegar Jón Björgvin Kristjánsson skoraði. Niðurstaðan varð því 3-3 jafntefli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *