Þórsarar sigruðu Magnamenn

Þór 2-0 Magni
1 – 0   13’ Jóhann Helgi Hannesson 
2 – 0   90+1’ Jóhann Helgi Hannesson
 
Þór og Magni mættust í A-deild Kjarnafæðimótsins í kvöld. Þórsarar mættu ákveðnari til leiks og náðu forystu á 13. mínútu þegar Jakob Snær Árnason komst upp að endamörkum og sendi boltann á Jóhann Helga Hannesson sem skoraði fyrsta mark leiksins. Fram að hálfleik fengu Þórsarar heldur betri færi en Magnamenn sem áttu ágætis langskot að marki Þórs en hvorugu liðinu tókst að skora og hálfleikstölur því 1-0 fyrir Þór.  

Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri bæði lið börðust vel en það skilaði litlu þegar liðin komust nær markinu. Magnamenn misstu leikmann útaf fyrir kjaftbrúk á 64. mínútu en Þórsarar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn fyrr en undir lok leiks. Eftir hornspyrnu Magnamanna náðu Þórsarar skyndisókn sem endaði með marki. Orri Sigurjónsson lagði upp markið sem Jóhann Helgi skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og 2-0 sigur Þórs staðreynd.

Maður leiksins í rislitlum leik – Jóhann Helgi Þór

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *