Tindastóll 2 – 3 Leiknir F.
1 – 0 43´ Arnar Ólafsson
1 – 1 47‘ Almar Daði Jónsson
1 – 2 54´ Almar Daði Jónsson
2 – 2 74´ Konráð Freyr Sigurðsson
2 – 3 79´ Guðmundur Arnar Hjálmarsson
Leiknismenn hófu leikinn af krafti og voru meira með boltann án þess að skapa sér góð færi. Tindastóll komu sér hægt og sígandi inn í leikinn og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir að varnarmenn Leiknis voru að spila sín á milli. Jóhann Daði komst inn í sendingu og sendi á Arnar sem skoraði af öryggi. Staðan í hálfleik 1-0 Tindastól í vil.
Leiknismenn mættu mjög ákveðnir í seinni hálfleik og uppskáru fljótlega mark. Sæþór Ívan fékk góða sendingu upp í hornið og sendi fyrir á Almar Daða sem skoraði af öryggi í fjærhornið. Leiknismenn héldu áfram af krafti og komust yfir þegar Almar fékk sendingu innfyrir vörn Tindastóls og skoraði af öryggi. Stólar gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn á 74.mín. Þá barst boltinn inn í teiginn og Konráð átti skot sem var varið en hann fylgdi því eftir og renndi boltanum í netið. Leiknismenn bættu í undir lokin og skoruðu sigurmarkið en þá átti Marteinn góða sendingu á Guðmund Arnar sem skoraði sigurmarkið. Stólar reyndu að jafna en allt kom fyrir ekki og Leiknismenn höfðu sigur 3-2.
Maður leiksins Almar Daði Jónsson Leikni F.