Nú er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi þegar leikið verður um sæti í Kjarnafæðimótinu. Líkt og í fyrra leika KA og Þór til úrslita um sigur í mótinu, en Þórsarar unnu viðureign liðanna í fyrra og urðu Kjarnafæðimótsmeistarar með 2-1 sigri. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast og á hvaða tímum verður leikið.
Úrslitaleikur, föstudagur 3. febrúar kl. 21:00
Þór – KA
Leikur um 3. sæti, laugardagur 4. febrúar kl. 21:00
Völsungur – Magni
Leikur um 5. sæti, sunnudagur 5. febrúar kl. 18:00
KF – Leiknir F.
Leikur um 7. sæti, sunnudagur 5. febrúar kl. 20:00
KA 2 – Þór 2