Tveir leikir og mikið skorað á föstudagskvöldi

Tindastóll sigraði KA3 stórt

Tindastóll vann öruggan sigur á KA3 þegar liðin mættust í Kjarnafæðimótinu, B-deild, í Boganum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 6–1 en KA-menn urðu manni færri strax á upphafsmínútum. Leikurinn tók afgerandi stefnu á 9. mínútu þegar Atlas Nói Einarsson hjá KA3 fékk rautt spjald. Eftir það náði Tindastóll tökum á leiknum. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu þegar Manuel Ferriol skoraði fyrir Tindastól og þannig stóðu í hálfleik.

KA3 hélt þó áfram að berjast þrátt fyrir liðsmuninn og náði að jafna snemma í seinni hálfleik þegar Mikael Elí skoraði á 51. mínútu. Gamanið stóð hins vegar stutt. Tindastóll svaraði af miklum krafti og skoraði fimm mörk á síðasta hálftímanum. Sverrir Hrafn Friðriksson kom liðinu yfir á 57. mínútu og í kjölfarið fylgdu mörk frá Svend Emil Busk á 61. mínútu og Aron Ólafssyni á 62. mínútu sem rufu endanlega mótspyrnu KA3. Viktor Sveinsson jók muninn í 5–1 á 77. mínútu áður en Baldur Elí Ólafsson innsiglaði sannfærandi sigur Tindastóls með marki á 84. mínútu. Með sigrinum eru Stólarnir komnir á toppinn í riðlinum með fullt hús stiga og góða markatölu.

Þór 3 með öruggan sigur á Hömrunum

Óvænt úrslit urðu þegar Þór 3 hafði betur gegn Hömrunum, 4–0 Sigurinn hefði getað orðið mun stærri en Ævar Beki Ævarsson markmaður Hamranna átti stórleik milli stanganna . Þórsarar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk á skömmum kafla. Fyrsta mark leiksins kom á 30. mínútu þegar Ragnar Logi Björnsson opnaði markareikninginn. Fimm mínútum síðar bætti Natan Dagur Falsson við öðru marki Þórs og á 42. mínútu kom þriðja markið, skorað af Brynjólfi Bessasyni. Hamrarnir reyndu að svara í síðari hálfleik en ekkert gekk upp. Lokahnykkurinn kom síðan á 90. mínútu þegar Hafþór Ingi Ingason skoraði fjórða mark Þórs 3 og innsiglaði öruggan sigur.