KA2 lagði Völsung

KA2 2-0 Völsungur
1-0 10′ Kristján Már Guðmundsson
2-0 37′ Birgir Baldvinsson

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og sérstaklega voru KA2 strákarnir ákafir. Þeir pressuðu hátt á vallarhelmingi gestanna og fengu nokkur hálffæri í byrjun. Á 10. mínútu komst Frosti Brynjólfsson svo í gott færi eftir flotta sókn en Völsungar björguðu naumlega í horn. Kristjan Már fékk boltann út á kanti eftir hornsyrnuna og sendi fasta sendingu fyrir markið þar sem Ottó kláraði með stæl. KA2 komið verðskuldað yfir. Liðin sóttu á víxl eftir þetta en KA2 voru alltaf líklegri og á 37. mínútu bætti Kristjan Már við marki. Angantýr Gautason komst þá skemmtilega með boltann upp að endamörkum, inní teig Völsunga og lagði hann snyrtilega út á Kristjan sem þrumaði honum í stöng og inn. Sérstaklega glæsilegt mark. Völsungar fengu bara eitt færi í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Óli fékk boltann frír á vítateigslínu KA og ætlaði að vippa yfir Aron í markinu en skotið var máttlaust og auðvelt fyrir Aron að verja það.

Seinni hálfleikur spilaðist svipað, KA-menn alltaf sterkari og fengu færi til að bæta við mörkum en náðu ekki að nýta sér yfirburðina til að skora fleiri mörk. Völsungar fengu eina aukaspyrnu rétt utan teigs og Guðmundur Óli skaut í þverslá og yfir, langbesta færi gestanna í seinni hálfleik. Sanngjarn sigur KA2 sem voru sterkari aðilinn allan tímann.

Maður leiksins: Halldór Jóhannesson, stýrði vörn KA eins og herforingi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *