Höttur/Huginn 2-2 Dalvík/Reynir
1-0 13′ Heiðar Logi Jónsson
1-1 56′ Jóhann Örn Sigurjónsson
2-1 74′ Bjarki Sólon Daníelsson
2-2 76′ Jón Heiðar Magnússon
Leikur Hattar/Hugins og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðimótinu var baráttuleikur frá fyrstu mínutu. Leikurinn fór mikið fram á miðjum vellinum en það voru leikmenn Hattar/Hugins sem voru líklegri til að skora í byrjun leiks. Á 8. mínútu fékk Brynjar Árnason í liði Hattar/Hugins ágætt færi eftir að markvörður Dalvíkur/Reynis missti boltann, eftir fyrirgjöf, en hann setti hann yfir. 5 mínútum síðar bæti hann fyrir þetta þegar hann nýtti sér misskilning milli varnarmanns og markmanns Dalvíkur/Reynis og lyfti boltanum yfir markmanninn í autt markið.
Fram að hálfleik var ekki mikið um færi en liðin náðu oft á tíðum ágætum spilköflum.
Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri og fór að mestu fram á miðjum vellinum. Á 56. mínutu jafnaði Dalvík/Reynir metin þegar Jóhann Örn Sigurjónsson fékk boltann í teig Hattar/Hugins eftir flott spil og kláraði færið vel.
Á 73. mínutu fengu Dalvík/Reynir kjörið tækifæri til að komast yfir þegar Páll Sigurvin Magnússon komst í dauðafæri en Aleksandar Marinkovic varði glæsilega. Aðeins 2 mínútum seinna komust Höttur/Huginn yfir eftir hraða sókn og Heiðar Logi Jónsson fylgi eftir skoti og setti hann í markið. Dalvík/Reynir jöfnuðu svo í næstu sókn, Jón Heiðar Magnússon fékk boltann innfyrir og náði skoti úr mjög þröngri stöðu stöngin inn.
Eftir þetta fjaraði leikurinn út án þess að liðin næðu að skapa sér fleiri færi.
Sanngjarnt jafntefli efstu liðana í B-deildinni staðreynd.