KA 2 hafði betur gegn KA 3

KA 2 4 – 2 KA 3
1 – 0 25´ Bjarni Aðalsteinsson
2 – 0 41‘ Þorgeir Ingvarsson
3 – 0 43´ Frosti Brynjólfsson
3 – 1 56´ Gunnar Darri Bergvinsson
4 – 1 57´ Áki Sölvason
4 – 2 72´ Þorsteinn Már Þorvaldsson

KA 2 og KA 3 áttust við í miðvikudagsleik í Boganum þar sem úr varð hörku leikur. KA 2 byrjaði leikinn af miklu kappi og stjórnaði leiknum framan af. Það var því verðskuldað sem þeir skoruðu fyrsta mark leiksins á 25. mínútu, en þar var að verki Bjarni Aðalsteinsson með langskot eftir gott spil. Þorgeir Ingvarsson kom KA 2 svo í 2-0 á 41. mínútu, en þá fylgdi hann vel eftir skot sem Arnór Ísak Haddsson hafði varið í marki KA 3 og kom boltanum yfir marklínuna. Tveimur mínútum síðar skoraði Frosti Brynjólfsson þriðja mark KA 2 eftir að boltinn hafi borist innfyrir vörnina, og staðan í hálfleik því 3-0.

KA 3 komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og uppskáru mark á 56. mínútu. Gunnar Darri Bergvinsson fékk þá sendingu utan af kannti og afgreiddi boltann í netið. Á þessum tímapunkti í leiknum var mikill stígandi í sóknarleik KA 3. Leikmenn KA 2 voru þó ekki á því að hleypa KA 3 aftur inn í leikinn og skoraði Áki Sölvason fjórða mark KA 2 einungis mínútu eftir að KA 3 hafði minnkað muninn. Þorsteinn Már Þorvaldsson lagaði stöðuna fyrir KA 3 á 72. mínútu með skoti í slá og inn eftir flotta sókn. Þar við sat og 4-2 sigur KA 2 gegn KA 3 staðreynd.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *