Þór2 sigraði KA3

KA3 2-3 Þór2
0-1 7′ Alexander Örn Pétursson (vítaspyrna)
0-2 23′ Bergsveinn Ari Baldvinsson
0-3 29′ Vilhelm Ottó Biering Ottósson
1-3 49′ Þorsteinn Már Þorvaldsson
2-3 90+4′ Gunnlaugur Rafn Ingvarsson

KA3 og Þór2 mættust í miðvikudagsleik B-deildar Kjarnafæðimótsins. Þórsarar voru mun sterkari aðilinn framan af leik en strax á 7. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu og úr henni skoraði Alexander Örn Pétursson. Bergsveinn Ari Baldvinsson kom Þórsurum í 2-0 á 23. mínútu og 6 mínútum síðar kom Vilhelm Ottó Biering Ottósson Þór2 í 3-0. Þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik bitu KA-menn frá sér og ekki voru fjórar mínútur liðnar af síðari hálfleiknum þegar Þorsteinn Már Þorvaldsson minnkaði muninn í 3-1. Þannig hélst staðan allt þar til á 4. mínútu í uppbótartíma þegar Gunnlaugur Rafn Ingvarsson skoraði fyrir KA3 og minnkaði muninn í 3-2. Tíminn var þó of naumur fyrir KA3 til að jafna metin og Þórsarar sigruðu leikinn að lokum 3-2. Þór2 kemst þar með upp fyrir KF í 4. sæti deildarinnar með 4 stig, en KA3 situr á botninum án stiga.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *