Stórsigur KA gegn Völsungi

KA 8 – 0 Völsungur
1. mín. 1-0 Áki Sölvason
28. mín. 2-0 Brynjar Ingi Bjarnason
32. mín. 3-0 Hrannar Björn Steingrímsson
73. mín. 4-0 Sæþór Olgeirsson
75. mín. 5-0 Elfar Árni Aðalsteinsson
82. mín. 6-0 Steynþór Freyr Þorsteinsson
87. mín. 7-0 Sæþór Olgeirsson
90+1. 8-0 Þorri Mar Þórisson

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir KA miklir í leiknum. Strax á fyrstu mínútu sendi Ýmir Geirsson boltann inn fyrir vörn Völsunga og Áki Sölvason kláraði færið mjög vel. Áki hefði auðveldlega getað bætt við öðru marki á 9. mín eftir frábæra rispu hjá Ými en skaut yfir úr mjög góðu færi. Það var svo á 28. mín sem Brynjar Ingi skoraði með góðum skalla eftir þunga sókn KA. Hrannar Björn bætti við 3ja markinu eftir hraða sókn og KA menn slökuðu aðeins á eftir það og Völsungur átti sinn besta kafla í leiknum síðustu 10 mín. fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir að KA skipti nær öllu byrjunarliðinu út í seinni hálfleik þá héldu yfirburðir KA áfram og eftir að Sæþór skoraði fjórða markið þá brast mótspyrna Völsunga og mörkin komu á færibandi. Munurinn á gæðum liðanna er einfaldlega of mikill og endurspeglaðist í gæðum hópsins sem KA hefur, Völsungar mættu ofjörlum sínum í þessum leik.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *