Völsungar byrjuðu leikinn gegn Magna mun betur og komust einir í gegn um vörnina strax á 4. mínútu, en Hjörtur Heimisson í marki Magna bjargaði með góðu úthlaupi. Á 14. mínútu komst svo Elvar Baldvisson í gegn eftir skemmtilegt spil og lagði boltann undir Hjört í markinu – frábær sókn og mark. Strax 6 mínútum síðar stakk svo Ásgeir Kristjánsson sér upp hægri vænginn og skildi Magnavörnina eftir. Þegar Hjörtur markvörður kom út á móti lagði Ásgeir boltann snyrtilega fyrir Aðalstein Friðriksson sem kláraði færið örugglega. Völsungar fengu eitt dauðafæri til viðbótar í fyrri hálfleik en Hjörtur varði mjög vel í markinu. Völsungar gengu því með 2-0 forystu inn í hálfleik og voru talsvert sterkari aðilinn á vellinum.
Leikmenn Magna spýttu í lófana í síðari hálfleik og varð leikurinn nokkuð jafn. Síðari hálfleikurinn var þó talsvert rólegri og ekkert um opin marktækifæri. Völsungar hleyptu Magnamönnum aldrei almennilega inn í leikinn og unnu að lokum sanngjarnan 2-0 sigur.
Maður leiksins: Elvar Baldvinsson (Völsungur)
Völsungur 2 – 0 Magni
1-0 14’ Elvar Baldvinsson
2-0 20’ Aðalsteinn Jóhann Friðriksson