Um helgina hefst árlegt undirbúningsmót KDN fyrir meistaraflokka karla í knattspyrnu á Norðurlandi, en þetta er 15. árið í röð sem KDN stendur fyrir slíku móti. Líkt og undanfarin ár er Kjarnafæði aðalstyrktaraðili mótsins og ber mótið nafnið Kjarnafæðimótið. Sem fyrr fer mótið fram í Boganum á félagssvæði Þórs.
Að þessu sinni taka 10 lið þátt í mótinu. KA sendir þrjú lið til þátttöku og Þór tvö. Þá taka Leiknir F, Magni, Völsungur, KF og Fjarðabyggð einnig þátt.
Riðlaskiptingin er sem hér segir:
A-riðill
KA
KA 2
Leiknir F
Magni
Þór 2
B-riðill
Fjarðabyggð
KA 2
KF
Völsungur
Þór
Leikirnir sem fram fara þessa helgi eru eftirtaldir:
Laugardagur, 7. Janúar
15:00 KA – Leiknir F
17:00 Magni – Þór 2
Sunnudagur, 8. Janúar
15:00 Þór – Völsungur
17:00 KA 2 – KF
Ókeypis er inn á alla leiki mótsins og KDN hvetur allt knattspyrnuáhugafólk að fylgjast vel með þessu fyrsta móti ársins í fótboltanum. Góða skemmtun!