Spennandi leikir framundan!
Kjarnafæðimótið fer aftur af stað miðvikudaginn 4. desember og verður haldið í desember og janúar eins og undanfarin ár.
Mótið verður með hefðbundnu fyrirkomulagi, þar sem spilað verður í einni kvenna deild og tveimur karladeildum. A-deild karla verður spiluð í tveim riðlum. Leikirnir fara að mestu fram í Boganum og á Greifavelli, en einnig verða tveir leikir á PCC vellinum á Húsavík og einn leikur í Fjarðabyggarhöllinni eða á Neskaupstað.
Mótið hefst með leik KA og Þór 2, en leikjaniðurröðun og riðlaskiptingu má finna hér.
Við viljum biðja alla þátttakendur og áhorfendur um að fylgjast vel með uppfærslum, þar sem veður getur haft áhrif á staðsetningu og tíma leikja. Ef breytingar verða á leiktíma eða staðsetningu, munum við upplýsa um þær eins fljótt og hægt er, en því miður getur það komið með stuttum fyrirvara.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll – hvort sem það verður á vellinum eða í stúkunni! Komið og styðjið liðin í þessum spennandi viðburði.