Einn leikur fór fram í Kjarnafæðimótinu í kvöld þegar KA3 og Þór3 áttust við í Boganum. Leikurinn var hin besta skemmtun, galopinn og mikið um færi.
Aríel Uni Einvarðsson kom KA yfir á 5.mínútu leiksins en skömmu síðar jafnað Ingþór Brynjólfsson leikinn fyrir Þór. Viktor Sveinsson skoraði svo á 29.mínútu fyrir Þórsara og þannig stóðu leikar í hálfleik.
KA menn mættu sprækir til leiks í seinni hálfleik, sóttu stíft og má segja að það hafi verið stöðug stórskotahríð að marki Þórsara en Sigurður Ingvason markmaður varði allt sem á markið kom og var maður leiksins.
Leiknum lauk því með 2-1 sigri Þórsara. Þórsarar eru nú komnir í jólafrí en KA3 mæta félögum sínum í KA4 miðvikudaginn 20.des.Hinsvegar eru fjölmargir leikir um helgina í A deild auk þess sem kvennadeildin hefst. Nánar verður sagt frá þeim leikjum hér á síðunni á morgun.