KA og Höttur með sigra

Tveir leikir fóru fram í Kjarnafæðimótinu í gær, en þar komust KA-menn aftur á topp A-deildar með sigri á Leikni F meðan Höttur tyllti sér á topp B-deildar með því að leggja Þór2 að velli.

KA 5-1 Leiknir F
1-0 28′ Torfi Tímoteus Gunnarsson
2-0 35′ Brynjar Ingi Bjarnason
2-1 70′ Dagur Ingi Valsson (vítaspyrna)
3-1 84′ Hrannar Björn Steingrímsson
4-1 85′ Hallgrímur Mar Steingrímsson
5-1 88′ Ottó Björn Óðinsson

Vörn Leiknis tókst að halda aftur af sterku liði KA í upphafi leiks. Það var ekki fyrr en á 28. mínútu sem nýjasti leikmaður KA, varnarmaðurinn Torfi Tímoteus Gunnarsson, kom KA yfir í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Brynjar Ingi Bjarnason tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu og staðan í hálfleik var 2-0 fyrir KA.

Leikurinn opnaðist á nýju á 70. mínútu þegar Leiknismenn fengu dæmda vítaspyrnu, en úr henni skoraði Dagur Ingi Valsson og minnkaði muninn í 2-1. Það var svo á fjögurra mínútuna kafla undir lok leiksins sem KA-menn gerðu út um leikinn með mörkum frá bræðrunum Hrannari Birni og Hallgrími Mar Steingrímssonum, auk þess sem Ottó Björn Óðinsson skoraði eitt mark. KA-menn unnu því verðskuldaðan 5-1 sigur og eru með fullt hús stiga á toppi A-deildar.

Þór2 0-3 Höttur/Huginn
0-1 20′ Brynjar Árnason
0-2 58′ Brynjar Árnason (vítaspyrna)
0-3 70′ Heiðar Logi Jónsson

Þór2 mætti Hetti/Hugin í B-deildinni en þessi lið berjast hvort á sínum enda deildarinnar. Brynjar Árnason kom Hetti/Hugin yfir um miðjan fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 1-0. Hann bætti svo öðru marki við úr vítaspyrnu á 58. mínútu, og að lokum skoraði Heiðar Logi Jónsson þriðja mark Hattar/Hugins á þeirri 70. Niðurstaðan varð því öruggur 3-0 sigur Hattar/Hugins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *