Héðinn FC 1 – 2 FC Samba
Leikur Héðins og Samba var hnífjafn til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleikinn náði FC Samba undirtökunum. Þrátt fyrir mjög góðan og agaðan varnarleik Héðins FC tókst leikmönnum Samba að skora tvö mörk seint í hálfleiknum. Á 21. mínútu braut Kamil Dyszy ísinn, og á lokamínútuni skoraði Tómas Ingi Hilmarsson afar glæsilegt mark með flugskalla. Í seinni hálfleik komu leikmenn Héðins FC sterkari til leiks og voru betri aðilinn og áttu meðal annars skot í samskeytin auk þess sem markvörður Samba bjargaði vel í nokkur skipti. Hann kom þó engum vörnum við á 48. mínútu þegar Sævar Eyjólfsson minnkaði muninn í 2-1. Lengra komst Héðinn FC þó ekki og niðurstaðan varð sigur FC Samba í jöfnum og skemmtilegum leik.
FC Heavyweight 0 – 10 Æskan
Líkt og úrslit leiksins gefa til kynna var leikurinn ójafn, en hér mættust efsta og neðsta lið deildarinnar. FC Heavyweight byrjuðu leikinn þó mjög vel og áttu meðal annars stangarskot í stöðunni 0-0, en staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Æskunni. Í síðari hálfleik bætti Æskan við heilum 8 mörkum og úrslitin því 10-0. Jakob Atli Þorsteinsson og Þórir Marwan Abed skoruðu báðir þrennu, en þeir Gunnar Þórir Björnsson og Viktor Andrésson skoruðu tvö mörk hvor.
FC Mývetningur 0 – 3 FC Böggur
FC Mývetningur tókst ekki að manna lið sitt í kvöld og varð því að að gefa leikinn gegn FC Böggur.