Þrír leikir í Kjarnafæðimótinu í dag.

Þrír leikir fóru fram í Kjarnafæðimótinu í dag. Í fyrsta leik dagsins mættust KA2 og Völsungur. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og eftir 5 mínútna leik skoraði Sindri Sigurðsson fyrir KA með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Jakob Gunnar Sigurðsson jafnaði metin fyrir Húsvíkinga á 17.mínútu með fallegu skoti í nærhornið og eftir það róaðist leikurinn töluvert. KA menn tóku öll völd á leiknum í seinni hálfleik og eftir 58. mínútna leik skoraði Dagbjartur Búi Davíðsson annað mark KA manna og fimm mínútum síðar skoraði Breki Hólm Baldursson þriðja og síðasta mark KA og unnu þeir leikinn 3-1

Klukkan 17 mættust lið Magna og KFA. Jafnræði var með liðunum og eftir 27.mínútur skoraði Viktor Már Heiðarsson fyrir Grenvíkinga en Þór Sigurjónsson jafnaði leikinn fyrir KFA á 35.mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Tómas Atli Björgvinsson kom Austfirðingum yfir á 71. mínútu en Þorsteinn Jónsson jafnaði metin fyrir Magnamenn á 83.mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan.

Í lokaleik dagsins var spilað í kvennadeild og áttust þar við Bestudeildarlið Tindastóls og Völsungur sem leikur í 2.deild Bæði lið voru skipuð ungum og efnilegum leikmönnum og framan af voru Tindastólsstelpur mun sterkari aðilinn en Katia Mariana Da Silva Gomes markmaður Völsungs sem átti frábæran dag og reyndist Stólunum erfið og varði flest sem að marki kom. Aldís María Jóhannsdóttir skoraði fyrir Tindastól á 18.mínútu og þannig stóð í hálfleik. Birgitta Rún Finnbogadóttir skoraði annað mark Tindastóls á 50.mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Hulda Þórey Halldórsdóttir leikmaður Tindastóls fékk rautt spjald á 80.mínútu og við það tóku Húsvíkingar við sér og áttu meðal annars tvö skot í stöng. En inn vildi boltinn ekki og lokatölur 2-0 fyrir Tindastól.

Við latum fylgja með myndasyrpu frá leikjum dagsins og einnig myndir af leikskýrslum liðana.