Kjarnafæðimótið aftur af stað.

Um helgina fer Kjarnafæðimótið aftur í gang eftir stutt jólafrí. Sex leikir fara fram og verða þeir allir í Boganum. Einnig fara leikir fram í miðri viku þannig að nóg um að vera fyrir fótboltaáhugafólk.

Fyrsti leikur helgarinnar er á milli KA2 og Völsungs í karladeildinni og fer hann fram á laugardaginn kl 15:00. Leikjaplanið er eftirfarandi:

Laugardagur 6.janúar – Boginn
15:00: KA2 – Völsungur (A-deild: B-riðill)
17:00: Magni – KFA (A-deild: A-riðill)
19:00: Tindastóll – Völsungur (Kvennadeild)

Sunnudagur 7.janúar – Boginn
15:00: Þór/KA – FHL (Kvennadeild)
17:00: Þór2 – Kormákur/Hvöt/Tindastóll (A-deild: A-riðill)
19:00: Þór3 – KA4 (B-deild)

Miðvikudagur 10.janúar – Boginn
18:00: Samherjar – Þór (A-deild: B-riðill)
20:30: Þór3 – KA3 (B-deild)