Stórsigur Þórs á Völsungi

1-0, 19. mín. Sölvi Sverrisson
2-0, 36. mín. Jakob Snær Árnason
3-0, 50. mín Fannar Daði Malmquist
4-0, 53. mín Jakob Snær Árnason
5-0, 56. mín. Guðni Sigþórsson
6-0, 61. mín. Elvar Baldvinsson
7-0, 71. mín. Jakob snær Árnason
7-1, 83. mín. Freyþór Hrafn Harðarson
8-1, 89. mín. Jakob Snær Árnason.

Þór og Völsungur áttust við í A deild Kjarnafæðismóts karla og það voru gestirnir frá Húsavík sem fengu fyrsta færið. Daníel Már Hreiðarsson átti þá skot rétt yfir markið af stuttu færi srax á þriðju mín leiksins eftir flotta sókn og góða fyrirgjöf. Það gerðist lítið fram að fyrsta markinu sem kom á 19. mín en þá skoraði Sölvi fyrir heimaliðið eftir hraða og vel útfærða sókn. Þórsarar tóku völdin í leiknum eftir þetta og áttu nokkur góð færi en markvöður Völsunga stóð sig vel og varði oft vel. Hann réði samt ekki við það þegar Jakob Snær slap einn í gegn og vippaði yfir úthlaupandi markvörðinn. 2-0 og þannig var staðan í hálfleik en gestirnir fengu síðasta færi hálfleiksins þegar Sæþór Olgeirsson setti boltann yfir af stuttu færi eftir hornspyrnu. Þórsarar komu svo ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og á 10 mín kafla gerðu þeir endanlega út um leikinn. Fannar Daði skoraði gott mark eftir þríhyrningsspil við Jakob Snæ. Jakob skoraði svo flott mark með hörkuskoti frá vítateigslínu eftir að hafa sólað nokkra leikmenn gestanna. Guðni skoraði svo strax í næstu sókn sem var vel útfærð hjá heimamönnum. Elvar skoraði svo þegar hann skallaði hornspyrnu í netið og staðan skyndilega orðin 6-0. Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins en Jakob fullkomnaði þrennu sína þegar hann renndi boltanum undir markvörð gestanna eftir einstaklingsframtak. Þórsarar voru farnir að slaka á á þessum tímapunkti og Völsungur fékk gott færi á 77. mín en markvörður Þórs varði vel í horn. Völsungar áttu svo hörkuskot yfir markið strax eftir vel útfærða hornspyrrnu. Það var svo eftir hornspyrnu sem Freyþór minnkaði muninn fyrir gestina af stuttu færi. Jakob var ekki hættur og hann bætti sínu fjórða marki við á 89. mín eftir góða sókn heimamanna. Lokatölur 8-1 og Völsungur virtist springa á limminu í seinni hálfleik en ungt og sprækt Þórslið blómstraði eftir því sem leið á leikinn.

Í hinum tveimur leikjum dagsins gerði Dalvík/Reynir og Leiknir F 1-1 jafntefli í A deild karla, en í B-deild karla sigraði Höttur/Huginn gegn Kormáki/Hvöt, 5-0.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *