Höttur/Huginn sigraði Tindastól

Í gær fór fram leikur Hattar/Hugins og Tindstóls í B-deild Kjarnafæðimótsins. Leikurinn var ekki orðinn 2 mínútna gamall þegar fyrsta mark leiksins lítur dagsins ljós. Höttur/Huginn taka miðju og spila upp völlinn og vinna sér inn hornspyrnu. Boltanum er spyrnt fyrir og þar mætir Rúnar Freyr leikmaður Hattar/Hugins og stangar boltann í slánna og niður, línuvörðurinn réttilega dæmir mark.

Í Framhaldinu taka Hattar/Huginsmenn öll völd á vellinum og í sem fæstum orðum áttu Tindastólsmenn í mestu vandræðum með að byggja upp spil allan fyrri hálfleikinn. Á 10. mínutu leiksins, fær Snæbjörn Guðlaugsson stungu sendingu innfyrir vörn Tindastóls og tekur góða fyrstu snertingu vinstra megin í teignum og hamrar síðan boltanum í þaknetið óverjandi og staðan orðin 2-0 fyrir Hött/Hugin.

Á 13. mínútu spilar Höttur/Huginn sig laglega innfyrir vörn Tindastóls og Heiðar Logi Jónsson leikmaður Hattar/Hugins er aleinn á auðum sjó spyrnir knettinum þéttingsfast en í góðri hæð fyrir Dag Atla Stefánsson markmann þeirra Tindastólsmanna sem ver glæsilega í horn.

Þegar leið á fyrri hálfleikinn héldu Hattar/Huginsmenn áfram að skapa sér færi og meðal annars klúðraði fyrirliðinn reyndi Brynjar Árnason dauðafæri eftir að hafa fengið fyriirgjöf og stóð óvaldaður innan markteigs en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum ekki að hitta mark Tindastóls.

Í seinni hálfleik minnkaði tempó leiksins og sköpuðu hvorugt liðið opið marktækifæri, en voru nokkrum sinnum nálægt því að koma sér í góðar stöður en frambærilegur varnarleikur beggja liða kom í vegg fyrir það í hvert skipti sem álitleg sókn var að byggjast upp. Fór svo að Höttur/Huginn vann verkskuldað 2-0.

Maður leiksins var Snæbjörn Guðlaugsson.
Áhorfendur: 58

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *