Miðvikudagskvöldið 18. júlí fer bikarkeppni Kjarnafæðideildarinnar fram. Liðunum 6 verður skipt í tvo 3 liða riðla þar sem leikið verður innbyrðis. Efsta liðið úr riðli A spilar til undanúrslita við liðið sem hafnar í 2. sæti í riðli B, og efsta liðið úr riðli B spilar til undanúrslita við liðið sem hafnar í 2. sæti í riðli A.
Hver leikur er 1×25 mínútur. Verði jafntefli í undanúrslitaleik eða úrslitaleik er skorið úr um sigurvegara með vítakeppni, þar sem hvort lið um sig tekur 3 vítaspyrnur. Dugi það ekki til að knýja fram úrslit tekur hvort lið um sig eina vítaspyrnu til viðbótar þar til úrslit hafa fengist.
FC Mývetningur er ríkjandi bikarmeistari og freistar því þess að verja titilinn.