Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta markið eftir 70 sekúndur. Hár bolti var sendur inn í teig og Jóhann Helgi skallaði boltann fyrir Svein Elías sem skoraði í autt markið. Þórsarar héldu áfram og á 12. mínútu fengu þeir vítaspyrnu þegar Sveinn Elías var felldur innan teigs. Ármann Pétur skoraði af öryggi úr spyrnunni. Leikmenn KF hresstust eftir markið og eftir langa sókn endaði boltinn loks í netinu, áður höfðu þeir átt skot sem Steinþór varði í horn. Þeir áttu skot í stöng og út, aftur komu þeir boltanum inní teig og aftur var skotið af marki en Steinþór varði en hélt ekki boltanum og Valur Reykjalín var fyrstur á boltann og skaut föstu skoti sem endaði í markinu. Þór sótti það sem eftir lifði hálfleiks án þess að bæta við marki. Staðan í leikhléi 2-1.
Seinni hálfleikur var rétt byrjaður þegar KF náði að jafna. Atli Fannar náði þá að senda háan bolta á fjærstöng og þar stökk hæst Heimir Ingi sem skallaði boltann í netið úr þröngu færi. Þórsarar hresstust eftir markið og sóttu látlaust en KF beitti skyndisóknum. Það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem Þór náði að skora sigurmarkið. Þórsarar fengu aukaspyrnu rétt utan teigs, Sigurður Marinó tók spyrnuna og skoraði af öryggi yfir varnarvegginn. Það sem eftir lifði leiks sóttu Þórsarar og voru nær því að bæta við en að KF næði að skora. Lokatölur 3-2 fyrir Þór sem verður að teljast sanngjarnt.
1-0 2. mín Sveinn Elías Jónsson
2-0 12. mín Ármann Pétur Ævarsson
2-1 25. mín Valur Reykjalín Þrastarson
2-2 49. mín Heimir Ingi Grétarsson
3-2 77. mín Sigurður M