KA 2 lagði Þór 2 að velli

KA 2 og Þór 2 áttust við í riðli 2 í Kjarnafæðimótinu, og var jafnræði með liðunum framan af leik. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á 6. Mínútu þegar leikmenn KA 2 spila sig í gegnum vörn Þór 2 og Áki Sölvason leggur boltann örugglega í fjærhornið. Á 19. mínútu fá KA-menn aukaspyrnu og senda háan bolta yfir á fjærstöng, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason stekkur manna hæst og tvöfaldar forystuna með góðum skalla. Fimm mínútum síðar tekur Bjarni Aðalsteinsson aukaspyrnu fyrir KA 2 og setur boltann beint í stöngina, en Patrekur Hafliði Búason fylgir vel á eftir og skorar þriðja mark KA 2. Eftir þetta róaðist leikurinn og KA-menn hafa yfirhöndina það sem eftir lifir fyrri hálfleiks, meðan Þór 2 á góða spretti inn á milli. Hálfleikstölur voru 3-0 fyrir KA 2.

Það voru ekki tvær mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Frosti Brynjólfsson veður inn að marki Þórs 2 og skorar fjórða mark KA 2. Á 59. mínútu brjóta KA-menn klaufalega af sér innan eigin vítateigs og vítaspyrna dæmd. Guðni Sigþórsson steig á punktinn og skoraði örugglega og lagaði þannig stöðuna fyrir Þór 2. Síðari hálfleikur var öllu bragðdaufari en sá fyrri. Leikurinn var heilt yfir nokkuð jafn og einnig prúðmannlega leikinn. Það voru aftur á móti KA 2 sem áttu lokaorðið því þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma slapp Gunnar Darri Bergvinsson einn innfyrir vörn Þórs 2 og vippaði yfir markvörð Þórs og í netið. Lokatölur urðu því 5-1 fyrir KA 2. Erfitt er að velja einhvern einn sem mann leiksins en þeir Viktor Már Heiðarsson, Frosti Brynjólfsson og Brynjar Ingi Bjarnason áttu allir mjög góðan leik fyrir KA 2.

                  KA 2                 Þór 2

Skot               14                    8
Á mark            7                     7
Horn              5                     9
Leikbrot       16                  11
Rangstæður    1                    1

KA 2 5 – 1 Þór 2

1-0 6‘ Áki Sölvason
2-0 19‘ Brynjar Ingi Bjarnason
3-0 24‘ Patrekur Hafliði Búason
4-0 47‘ Frosti Brynjólfsson
4-1 59‘ Guðni Sigþórsson (Víti)
5-1 90+1‘ Gunnar Darri Bergvinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *