2. umferð Kjarnafæðimótsins hefst í kvöld

Önnur umferð Kjarnafæðimótsins hefst klukkan 20:00 í kvöld þegar Þór tekur á móti Fjarðabyggð í B-riðli. Ríkjandi Kjarnafæðimótsmeistarar í Þór byrjuðu vel um síðustu helgi þegar liðið lagði Völsung 2-0 með tveimur mörkum frá Ármanni Pétri Ævarssyni. Fjarðabyggð, sem mun leika í 2. deild næsta sumar, sat aftur á móti hjá í 1. umferðinni og hefur því leik í kvöld.

Aðrir leikir umferðarinnar eru eftirfarandi:

Laugardagur kl. 15:00
KA – Magni (A-riðill)

Laugardagur kl. 17:00
Þór 2 – KA 3 (A-riðill)

Sunnudagur kl. 17:00
Fjarðabyggð – KA 2 (B-riðill)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *