KF sigraði KA 2 í markaleik

Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á 3. mínútu fengu KA menn dauðafæri en Halldór í marki KF varði slakt skotið auðveldlega. Á 7. mínútu áttu svo KF hörkuskot rétt yfir.  KA strákarnir skutu svo í kjölfarið í þverslá og yfir.  Svona gekk þetta fram og til baka en á 28. mínútu skoruðu KF eftir að þeir komust inn í sendingu varnarmanns til markvarðar.  Þar var að verki Valur R. Þrastarson.  Á 41. mínútu missti markvörður KA boltann þegar hann hugðist sparka frá marki og Grétar Áki Bergsson náði boltanum og lagði hann örugglega í markið.  2-0 í hálfleik fyrir gestina.

Það gerðist svo mjög lítið fyrstu 20 mín í seinni hálfleik en á 65. mínútu skoraði Brynjar Skjóldal Þorsteinsson gott skallamark fyrir KA eftir hornspyrnu, og minnkaði muninn í 2-1.  Aksentije Milisic skoraði svo gott mark beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu og kom KF í tveggja marka forystu aftur.  KA strákarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn á 75. mínútu þegar Áki Sölvason hirti frákast eftir að Halldór hafði varið hörkuskot út í teiginn.  Það hélst spenna í leiknum fram á 90. mínútu en þá skoraði Hilmir G Ólafsson mark með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inná örfáum sekúndum áður.  Lokatölur 4-2 fyrir KF í fjörugum leik.

Maður leiksins: Valur R Þrastarson

0-1 28. mín Valur R Þrastarson
0-2 41. mín Grétar Áki Bergsson
1-2 65. mín Brynjar Skjóldal Þorsteinsson
1-3 70. mín Aksentije Milisic
2-3 75. mín Áki Sölvason
2-4 90. mín Hilmir G Ólafsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *