Stórsigur KA í opnunarleik Kjarnafæðimótsins

Kjarnafæðimótið hófst með leik 1. deildar liðsins Leiknis F. og Pepsídeildar liðsins KA í Boganum. Leikurinn fór rólega af stað og voru KA menn meira með boltann en lítið var um færi. Leiknir átti fyrsta færi leiksins þegar Guðmann missir boltann klaufalega á miðjunni og Dagur Ingi nær boltanum og hleypur upp kantinn og á skot sem að Rajko í marki KA ver.
Eftir þetta fóru KA menn að sækja meira og uppskera mark á 20. mínútu. Þá átti Aron Pétursson sendingu fyrir markið á Elfar sem skallar hann fyrir Hrannar sem hamrar boltanum í netið af stuttu færi. Vel spilað hjá KA. Á 31. mínútu kemst Almarr Ormarsson einn upp hægri kantinn og rennir honum fyrir markið á Elfar Árna sem er aleinn og klárar auðveldlega framhjá Amir Mehica. KA bætti við þriðja markinu á 41. mínútu, en þá á Hrannar frábæra sendingu frá hægri kantinum á fjær stöngina þar sem Ívar Árnason skorar af þröngu færi, 3-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði betur en sá síðari. Leiknismenn ná að minnka muninn á 55. mínútu þegar Unnar Ari stelur boltanum fyrir framan teig KA og sendir stungusendingu inná Almar Daða sem klárar vel framhjá Rajko. KA-menn voru ekki lengi að svara fyrir sig og skoruðu á 60. mínútu, en þá átti Pétur Heiðar sendingu inní teiginn á Almarr Ormarson sem snýr í teignum og skorar með föstu skoti, 4-1. KA menn voru hvergi nærri hættir og á 75. mínútu skoraði Peddi með laglegu skoti eftir góða fyrirgjöf frá Hrannari.
Á 81. mínútu vinnur varamaðurinn Ívar Sigurbjörnsson boltann við endalínu Leiknis og sendir hann fyrir á annann varamann, Frosta Brynjólfsson, sem klárar örugglega. Það var síðan á 89. mínútu að Aron Pétursson ákvað að láta vaða af 30 metra færi og setur hann beint í skeytin – óverjandi fyrir Amir og staðan 7-1 fyrir KA. Þeir voru hinsvegar ekki hættir og á 90. mínútu hleypur Davíð Rúnar Bjarnason upp völlinn og á góða stungusendingu á varamanninn Áka Sölvason sem klárar með föstu skoti. Lokatölur 8-1 fyrir KA.

Áhorfendur: 178
Maður leiksins: Hrannar Björn Steingrímsson

1-0 20. mín Hrannar Björn Steingrímsson
2-0 31. mín Elfar Árni Aðalsteinsson
3-0 41. mín Ívar Örn Árnason
3-1 55. mín Almar Daði Jónsson
4-1 60. mín Almarr Ormarsson
5-1 75. mín Pétur Heiðar Kristjánsson
6-1 81. mín Frosti Brynjólfsson
7-1 88. mín Ólafur Aron Pétursson
8-1 90. mín Áki Sölvason

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *