Mikil íþróttaveisla er um komandi helgi þar sem EM í handbolta fer stað en ásamt því fara heilir sex leikir fram í Kjarnafæðimótinu. Þór/KA 2 hefur leik í Kjarnafæðimótinu ásamt því að koma mun í ljós hvaða lið mæta til úrslita í A deild karla.
Föstudagurinn 16. janúar
Stelpurnar ætla sparka helginni af stað klukkan 18:15 í Boganum en þá hefst leikur Þór/KA 2 og Völsungs. Líkt og fram hefur komið er þetta fyrsti leikur Þór/KA 2 í mótinu. Völsungar hafa þegar leikið við lið Þórs/KA og verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar gegn öðru liði þeirra. Aðeins fimmtán mínútum síðar eða klukkan 18:30 hefst svo leikur KA2 gegn Dalvík/Reyni á Greifavellinum. Er hér um að ræða liðin sem lentu í 3. og 4. sæti í A deild. Sigurliðið hér mun mæta annað hvort liði Völsungs eða KFA en sá leikur hefst síðar um kvöldið eða klukkan 20:15 í Boganum. Hart verður barist en bæði þessi lið stefna á fjörugt þorrablót á morgun og vilja þau fara með sigur inn í helgina áður en þorranum verður blótað.
Laugardagurinn 17. janúar
Einn leikur fer fram hjá okkur á laugardaginn þegar Magnamenn, sigurvegarar B riðils í A deild, mæta KA mönnum sem enduðu í 2. sæti í sínum riðli. Líkt og fram hefur komið er sæti í úrslitum í boði. Veðurspá er frábær fyrir leikinn þar sem sól og stilla er að vænta og því frábært veður fyrir knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 13:00 á Greifavelli.
Sunnudagurinn 18. janúar
Á sunnudeginum fara svo fram tveir leikir. Sá fyrri fer fram á Greifavelli klukkan 13:30 þegar KA3 mæta Hömrunum. Er hér um að ræða liðin í 3. og 4. sæti í B deild og líkt á föstudeginum er leikur um 5.sæti í boði fyrir sigurvegarann.
Við lokum svo helginni með baráttunni um Þorpið en klukkan 15:00 mætast lið Þórs 2 og Þórs í Boganum. Athyglisvert þykir að lið Þórs 2 kemur í leikinn sem sigurvegari A riðils en lið Þórs kemur sem 2. sætis lið úr B riðli. Það er því ljóst að þorpið mun eiga lið í úrslitum en hvort það verður lið Þórs 2 eða Þór kemur í ljós á sunnudag.
Eins og svo oft áður hvetjum við fólk til að mæta á völlinn. Það er alvöru íþróttahelgi framundan með EM í handbolta og Kjarnafæðimótinu í fararbroddi.
