Fyrsti leikur ársins í Kjarnafæðimótinu fór fram í Fjarðarbyggðarhöllinni í dag þar sem mættust KFA og Höttur/Huginn.
Úr varð frábær leikur sem var hin mesta skemmtun fyrir þá fjölmörgu sem lögðu leið sína í höllina.
Unnar Ari Hansson kom KFA yfir snemma leiks en Höttur/Huginn jöfnuðu og komust svo yfir áður en flautað var til hálfleiks.
Voru þar að verki Danillo Milenkovic og Þórhallur Ási Aðalsteinsson.
Þórhallur kom HH í 3-1 í upphafi seinnihálfleiks en Marteinn Már Sverrisson minnkaði muninn skömmu síðar. Sæbjörn Guðlaugsson kom HH í 4-2 með fyrstu snertingu sinni í leiknum en Patrekur Aron Grétarsson minnkaði muninn strax í 4-3.
Undir lokin sóttu KFA menn án afláts og fengu ótal dauðafæri en inn vildi boltinn ekki og Höttur/Huginn tylla sér á topp A riðils ásamt KA mönnum.
Við minnum á tvo flotta leiki í Boganum á morgun.
Kl 15 Þór3-Völsungur 2
Kl 17 KA2 – Dalvík
Við fengum frábærar myndir sem Unnar Erlingsson tók sendar að austan sem ég mæli með að fólk skoði hérna.