KA2 vann mjög óvæntan sigur á aðalliði Þórs í Kjarnafæðimótinu í gærkvöldi.
Ungt lið KA2, sem þó fékk styrkingu í fyrrihálfleik frá Hallgrími Mar Steingrímsyni og Bjarna Aðalsteinssyni , komst yfir í fyrrihálfleik með marki Andra Vals Finnbogasonar.
Markús Máni Pétursson tvöfaldaði forustu KA í seinnihálfleik og þar við sat, þrátt fyrir mikinn sóknarþunga Þórsara lok leiks.
Vörn KA stráka hélt vel og Jóhann Mikael Ingólfsson var traustur í markinu.
Þetta var síðasti leikur í mótinu fyrir jólafrí og óskum við öllum gleðilegra jóla.
Mótið fer svo af stað aftur af fullum þunga strax eftir áramót og munum við auglýsa það tímanlega .