Þrjár breytingar á leikjum helgarinnar

Veður og færð hafa heldur betur sett svip sinn á Kjarnafæðimótið í knattspyrnu í ár þar sem mikið hefur þurft að fresta og færa til leiki.

Núna um helgina verða nokkrar breytingar á því leikjaplani sem fyrir lá. Leikur Hamranna gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni F í kvennadeildinni hefur verið færðum fram um korter, til 20:00. Leikur Magna og Leiknis F í A deild karla sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 25. janúar, hefur verið flýtt til kvöldsins í kvöld, föstudagsins 24. janúar, og hefst klukkan 21:30 (eða strax að loknum leiknum í kvennadeildinni). Þá stóð til að spila leik KA og Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli á morgun, en hætt hefur verið við þá tilhögun. Þess í stað fer leikurinn fram á morgun klukkan 17:00 í Boganum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *