KA3 lagði Samherja

KA3 og Samherjar úr Eyjafjarðasveit áttust við í Boganum í gærkvöldi.Leikurinn var í B-deild Kjarnafæðimótsins.

KA menn sigruðu leikinn með þrem mörkum gegn einu. Samherjar komust yfir á 20.mínútu þegar Eysteinn Bessi slapp einn innfyrir, lék á markvörð KA og lagði boltann snyrtilega í markið. Sveinn Sigurbjörnsson jafnaði fyrir KA eftir hornspyrnu á 43. mínútu og strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði leikmaður Samherja, Björgvin Daði, sjálfsmark eftir darraðadans í teignum.
Sveinn Sigurbjörnsson skoraði svo 3. mark KA eftir að Samherjamenn töldu sig hafa bjargað á marklínu,en aðstoðardómarinn var vel staðsettur og dæmdi boltann inni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *