KA á toppinn með sigri á Leikni F

KA mætti Leikni F í A deild karla í Kjarnafæðimótinu á laugardaginn. Heimamenn stilltu upp feikna sterku liði gegnum fámennum gestunum.

Leikurinn fór rólega af stað en Leiknismenn voru fyrr til að skapa sér alvöru marktækifæri og endaði góð sókn þeirra með skoti rétt framhjá. KA fékk þó fljótt sitt fyrsta færi en Elfar Árni var ekki orðinn heitur og náði ekki að klára færið sitt. Leiknismenn voru talsvert hætturlegri til að byrja með en síðan fór að draga aðeins úr þeim þegar leið á hálfleikinn.

KA menn nýttu sér það á 27. mínútu þegar Hrannar átti gullfallega sendinu fyrir markið og beint á kollinn á Elfari sem skallaði boltann snyrtilega í markið. 1-0 voru hálfleikstölur og má segja að KA menn hafi verið talsvert heppnir að hafa ekki lent undir.

Síðari hálfleikur var svo algjör eign KA, þeir voru mun meira með boltann en náðu þó ekki að skapa sér nein færi. Ekki fyrr en Kifah Moussa Mourad leikmaður Leiknis átti skelfilega sendingu til baka sem Elfar Árni nýtti sér og var fljótur að hugsa og lagði upp gott færi fyrir Nökkva sem kláraði sitt og staðan orðin 2-0 eftir 69 mínútur.
Næst var komið að Hrannari að skora, Andri Fannar sótti aukaspurnu rétt fyrir framan teig Leiknismanna. Hrannar stillti sér upp og lagði boltann snyrtilega yfir vegginn og beint í markið og fullkomnaði þar með góðan leik sinn. Staðan því orðin 3-0 eftir 75 mínútur.

KA skapaði sér nokkur færi eftir þetta en fátt markverkt gerðist og lokatölur því 3-0 fyrir KA.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *