Þór-KA á laugardaginn klukkan 13:30

Stórleikur Þórs og KA í A-deild Kjarnafæðimótsins fer fram næstkomandi laugardag, 1. febrúar, klukkan 13:30 í Boganum. Um er að ræða lykilleik í baráttunni um sigur í A-deild Kjarnafæðimótsins.

Aðgangseyrir á leikinn er 500 krónur, en frítt fyrir 16 ára og yngri. Athugið að posar verða á staðnum í boði Ljósgjafans. Allur ágóði rennur óskiptur til fjölskyldu Bjarna Hrannars Héðinssonar, dómara og formanns Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, sem glímt hefur við alvarleg veikindi síðustu mánuði. Hann gengur nú í gegnum langa og stranga endurhæfingu. Þeir sem komast ekki á leikinn en vilja engu að síður styðja þetta góða málefni geta lagt inn á reikning í eigu KDN, kt. 461207-0490 rnr. 0565-26-210100.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *