KA á toppinn eftir öruggan sigur á Magna

KA 6-0 Magni
1-0 47’ Steinþór Freyr Þorsteinsson
2-0 53’ Almarr Ormarsson
3-0 56’ Elfar Árni Aðalsteinsson
4-0 58’ Steinþór Freyr Þorsteinsson
5-0 67’ Þorri Már Þórisson
6-0 89’ Hrannar Björn Steingrímsson

Leikur KA og Magna í Kjarnafæðimótinu fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum fyrstu 20 mín. Á 5. mínútu fengu Magni besta færi sitt í leiknum þegar Marinó Snær Birgisson komst einn í gegn en Aron Dagur í marki KA kom og bjargaði málunum. Eftir miðjan fyrri hálfleik hertu KA menn tök sín á leiknumm og náðu að skapa sér nokkur ágæt færi sem þeim tókst ekki að nýta, og staðan í hálfleik því markalaus.

Í seinni hálfleik tók KA öll völd á vellinum og skorðu þeir fjögur mörk á fyrstu 13 mínútunum. Fyrsta markið skoraði Steinþór Freyr Þorsteinsson á 49. mínútu með skalla eftir flotta fyrirgjöf frá vinstri. Næstur á blað var Almarr Ormarsson sem skoraði eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu á 53. mínútu. Þriðja markið kom þremur mínutum síðar þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði með skalla eftir flotta sendingu frá vinstri. Það var svo Steinþór sem var aftur á ferðinni á 58. mínútu og enn og aftur sótti KA upp vinstri vænginn sem endaði með fyrirgjöf þar sem hann var óvaldaður og setti boltann í netið.

Eftir fjórða markið róuðust KA menn aðeins en héldu samt boltanum vel innan liðsins og stjórnuðu leiknum og komust Magna menn varla fram yfir miðju.
Á 69. mínútu skorði svo Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson eftir flott spil í gegnum miðja vörn Magna. Eftir fimmta markið komust Magni aðeins inní leikinn og náðu að spila aðeins betur sín á milli án þess að skapa sér nokkuð. Síðasta mark leiksins skoraði Hrannar Björn Steingrímsson á 89. mínútu og enn og aftur var það fyrirgjöf frá vinstri sem skilaði marki. Niðurstaðan varð sanngjarn 6-0 sigur KA.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *