Knattspyrnudómarafélag Norðurlands hefur opnað fyrir skráningu í Utandeildina 2017. Hægt er að skrá lið til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið kdn@simnet.is. Fram þarf að koma nafn liðs, nafn forráðamanns, símanúmer og netfang.
Líkt og undanfarin ár verður spilað á fimmtudagskvöldum í sumar, en stefnt er að því að hefja mótið um mánaðarmótin maí/júní. Spilað er þvert á hálfan knattspyrnuvöll þar sem 7 leikmenn eru inni á vellinum úr hvoru liði hverju sinni. Engin takmörk eru fyrir fjölda skiptimanna og eru skiptingar frjálsar.
Mótsgjaldið er líkt og í fyrra 80.000 krónur og skal greiðast fyrir upphaf móts.