U.M.F. Sölvi tryggði sér sigur í Kjarnafæðideildinni 2016.

8. og næst síðasta umferð Kjarnafæðideildarinnar var leikin í kvöld.

Maggi Texas – U.M.F. Sölvi     1 – 4

Maggi Texas: Elmar Aðalsteinsson

U.M.F. Sölvi: Halldór Logi Valsson 2, Ottó Ernir Kristinsson, Pétur Már Guðmundsson

Í þessum leik mætti Sölvi með hálfum hug, en þeir voru samt betri aðilinn í leiknum. Samt mikið um færi hjá báðum liðum en inn vild boltinn ekki. Fyrsta mark leiksins kom þegar Halldór Logi fékk góða stungusendingu inn fyrir vörnina, hristi af sér varnamann og rúllaði boltanum inn, 0 – 1 fyrir Sölva.

Eftir þetta fóru Texasmenn að sækja en markmaður Sölva varði allt sem kom á markið. Í seinni hálfleik var þetta eins en munrinn á liðunum var sá að Sölvi nýtti færin sín en ekki Texas. Sölvamenn bættu við þremur en Texas kom inn einu marki og lokatölur 1 – 4.

Fc. Úlfarnir 010 – Caramba     2 – 1

Fc. Úlfarnir 010: Ágúst Bjarki Hilmarsson, Árni Gísli Magnússon

Caramba: Markaskorara vantar.

Jafn leikur til að byrja með eða þangað til Kristján Sindri Gunnarsson leikmaður Caramba lét reka sig útaf. Eftir það stjórnuðu Úlfarnir leiknum en Caramba vörðust vel.

Fc. Böggur – Æskan      1 – 7

Fc. Böggur: Jónas Þór

Æskan: Sölvi Andrason 3, Bjarki Kristjánsson 2, Ingólfur Stefánsson, Vitkor Mikumpeti

Þessi leikur var eiginlega eign Æskunar sen þeir vöru mikið betri í þessum leik. Léku sér með boltan og spiluðu honum vel á milli sín. Æskan settu 3 mörk í fyrri hálfleik en misstu Guðmund Odd útaf í lok hálfleiksins með rautt spjald fyrir að ræna Bögg um marktækifæri. Við þetta spiluðu Æskumenn bara betur og bættu við 4 mörkum í seinni hálfleiknum en í millitíðinni náði Böggur að skora eitt mark.

Eitthvað Fc. – KS         1 – 10

Eitthvað Fc.: Ólafur Ágústsson

KS: Sævar Kárason 5, Hilmar Þór Hreiðarsson, Marteinn Aðalsteinsson, Kristófer Þór Jóhannsson, Gabríel Reynisson, Sjálfsmark.

Þennan leik átti KS allan tímann og var einstefna að marki Eitthvað sem þó náði að skora eitt mar á 14. mín en þá var staðan orðin 0 – 4 fyrir KS.

Fc. Mývetningur – Fc. Tempó.     4 – 5

Fc. Mývetningur: Hjörtur Jón Gylfason 2, Jón Þorláksson, Kristján Helgi Garðarsson

Fc. Tempó: Karl Ólafur Hinriksson 2, Jón Eyberg Bjarnason, Halldór Örn Tryggvason, Atli Ólason

Hörku spennandi leikur, fullt af mörkum, glæsilegum tilþrifum og dramatík. Mývetningar skora fyrsta markið eftir glæsilegt spil sem endar á því að Jón skorar auðveldega í tómt markið. Tempó voru ekki lengi að svara fyrir sig, gerðu það strax í næstu sókn. Tempó náði síðan að komast yfir með marki beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig og leiddu þeir 2 – 1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik sóttu liðin af miklum krafti og vildu þau gæði vinna. Mývetningar jafna leikinn og svo bættu Tempó við tveimur mörkum og ætluðu að sigla þessu heim en Hjörtur Jón var ekki á þeim buxunum og skoraði hann næstu tvö mörkin í leiknum og jafnaði leikinn 4 – 4. Undir lok leiksins fengu Fc. Tempó vítaspyrnu en Georg Fannar skaut langt framhjá, Mývetningar tóku markspyrnu og ætluðu að sækja hratt fram en misstu boltan við miðju, Tempó brunuðu í sókn en Mývetningar björguðu í horn. Upp úr horninu skoraði svo Jón Eyberg með síðustu spyrnu leiksins og urðu úrslitin 4 – 5 fyrir Fc. Tempó.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *