Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur vill fá fleiri dómara

Þann 09.12.22 hófst Kjarnafæðimótið 2023. Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liða á norður og
austurlandi ár hvert. Leikirnir fara fram á Húsavík, Boganum og á Greifavellinum.

Knattspyrnudómarafélag norðurlands (KDN) hefur haldið utan um mótið um árabil. Svona æfingamót er
ekki síður mikilvægt í undirbúningi dómara fyrir komandi tímabil. Dómarar þurfa á leikæfingu að halda
engu síður en leikmenn. Það er mikil vinna að halda utan um svona mót og margir leikir sem þarf að
manna með dómurum, enginn dómari – enginn leikur.

KDN hefur staðið sig nokkuð vel í nýliðun dómara en betur má ef duga skal. Þessi árstími er gríðarlega mikilvægur því best er fyrir nýja dómara á byrja á þessum undirbúningsmótum svo þeir komi betur tilbúnir þegar sumarið brestur á. KDN er mjög virkt í að halda utan um dómara á svæðinu og aðstoða eins vel og hægt er. Einnig er mikið og gott samstarf við félögin á svæðinu.

Núna í febrúar hefst svo deildarbikarinn þannig að mjög margir leikir eru framundan. Hvet alla sem hafa áhuga og vilja prófa þetta frábæra starf að setja sig í samband við KDN eða beint við mig.

Með knattspyrnukveðju.
Þóroddur Hjaltalín
Starfsmaður dómaramála KSÍ