Fyrsti leikur í Bestu deild

Kjarnafæðimótið hefst aftur í janúar

Kjarnafæðimótið hefur farið vel af stað þetta tímabilið en þegar við komum inn í nýtt ár eru 10 leikir nú þegar búnir. Það er hinsvegar nóg eftir en við reiknum með að það fari fram 28 leikir í mótinu núna í Janúar sem gera 84 dómarastörf.

Það hefur því verið nóg að gera hjá dómarastjóra að raða dómurum niður á leiki en það er margt sem þarf að hugsa um við niðurröðun til dæmis reynum við að para saman reynslumikla dómara með nýliðum og gefa mönnum tækifæri á að dæma stærri leiki en þeir eru vanir. Þetta mót er því mjög mikilvægur partur af undirbúningi okkar dómara fyrir komandi átök rétt eins og hjá liðunum sem taka þátt.

Það er sem betur fer frábær hópur af dómurum í KDN sem eru allir viljugir til að leggja hönd á plóg sem er ómetanlegt þegar svona stórt mót er haldið.

Kv, Patrik Freyr Dómarastjóri